Sandra María kom inn á í sigri Þór/KA

Sandra María Jessen

Sandra María Jessen leikmaður Þór/KA kom inn á í 2-0 sigri liðsins á Haukum í gær. Sandra sleit aftara krossband í landsleik í byrjun mars og var búist við því að hún yrði lengur frá. Óttast var jafnvel að Sandra myndi missa af EM í sumar en sjálf hafði hún trú á því að hún yrði mætt á völlinn aftur í byrjun júní.

Sjá einnig: Þór/KA halda sigurgöngunni áfram

Í samtali við Kaffið.is eftir leik segist Sandra vera gífurlega ánægð með að vera komin aftur á völlinn. „Það var hugsað vel um mig frá fyrsta degi meiðslanna og endurhæfingin gekk eins vel og hægt er.“

Sjá einnig: Sandra María stefnir á endurkomu í byrjun júní

Áhorfendur á Þórsvelli klöppuðu vel fyrir Söndru þegar hún kom inn á. Sandra var ánægð með sigur Þór/KA. „Það er alltaf gott að taka þrjú stig. Spilamennskan hefur oft verið betri en við erum með fullt hús stiga eftir 4 leiki, við getum ekki beðið um meira en það.“

Næsti leikur Þór/KA er á laugardag þegar þær heimsækja KR á Alvogen völlinn í Vesturbænum. KR eru á botninum með Haukum með 0 stig.

Sjá einnig:

Sandra María meidd af velli í Portúgal – Myndband

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó