Origo Akureyri

Sandra María með landsliðinu til Kína

sandra-maria-jessen

Sandra María Jessen

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvennaliðs Íslands, valdi í gær hópinn sem fer á æfingamót í Kína síðar í þessum mánuði.

Akureyrarmærin Sandra María Jessen er í hópnum en hún var í lykilhlutverki með Þór/KA í sumar þegar liðið endaði í 4.sæti Pepsi-deildarinnar. Sandra María skoraði ellefu mörk í deild og bikar í sumar.

Í hópnum eru þrír leikmenn sem hafa spilað með Þór/KA en það eru þær Sandra Sigurðardóttir, Rakel Hönnudóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir.

Stelpurnar koma til með að mæta Kína, Danmörku og Úsbekistan en mótið er liður í undirbúningi Íslands fyrir EM í Hollandi sem fram fer næsta sumar.

Hópurinn í heild sinni

Markmenn: Guðbjörg Gunnarsdóttir (Djurgarden), Sandra Sigurðardóttir (Valur), Berglind Hrund Jónasdóttir (Stjarnan)

Varnarmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir (Örebro), Glódís Perla Viggósdóttir (Eskilstuna), Hallbera Guðný Gísladóttir (Breiðablik), Elísa Viðarsdóttir (Valur), Sif Atladóttir (Kristianstad), Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)

Miðjumenn: Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik), Sara Björk Gunnarsdóttir (Wolfsburg), Sandra María Jessen (Þór/KA), Dagný Brynjarsdóttir (Portland Thorns), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stabæk), Dóra María Lárusdóttir (Valur), Katrín Ómardóttir (Doncaster), Svava Rós Guðmundsdóttir (Briðablik), Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan)

Sóknarmenn: Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur), Hólmfríður Magnúsdóttir (Avaldsnes), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik), Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó