Sandra María og Anna Rakel í byrjunarliði Íslands

Anna Rakel leikur sinn fyrsta A landsleik í dag

A landslið kvenna mætir Noregi í dag á La Manga, Spáni, og hefst leikurinn klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Sandra María Jessen og Anna Rakel Pétursdóttir eru báðar í byrjunarliði Íslands en Anna Rakel er að leika sinn fyrsta landsleik.

Akureyringurinn Rakel Hönnudóttir er einnig í byrjunarliðinu. Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á vef norska knattspyrnusambandsins og í spilaranum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó