Sandra María sú besta í annarri umferð Bestu deildarinnar

Sandra María sú besta í annarri umferð Bestu deildarinnar

„Það hefur sjaldan ef aldrei verið eins auðvelt að velja sterkasta leikmann umferðarinnar í Bestu deild kvenna,“ segir í umfjöllun Fótbolta.net um sterkasta leikmann 2. umferðar í Bestu deildar kvenna en Sandra María Jessen skoraði öll fjögur mörk Þórs/KA í 4-0 sigri gegn FH og er að sjálfsögðu sterkasti leikmaður 2. umferðarinnar.

Sandra María er markahæsti leikmaður deildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar með fimm mörk í tveimur leikjum. Hún hefur skorað öll mörk Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum en liðið tapaði 3-1 fyrir Val í fyrstu umferðinni. Hér að neðan má sjá mörkin fjögur sem Sandra skoraði gegn FH.

Mynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó