Færeyjar 2024
Kvennaathvarfið

Sandra María til æfinga hjá Kolbotn

Sandra María Jessen

Sandra María Jessen

Akureyrarmærin knáa Sandra María Jessen hefur fengið boð frá norska úrvalsdeildarliðinu Kolbotn um að æfa með liðinu í nokkra daga.

Kolbotn endaði í 4.sæti norsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili en liðið hefur tvívegis unnið norska meistaratitilinn. Kolbotn varð norskur meistari tvö ár í röð, 2005 og 2006.

Sandra María mun æfa með liðinu í þessari viku og snýr aftur heim til Akureyrar á fimmtudag.

Sandra, sem er 21 árs gömul hefur verið í lykilhlutverki hjá Þór/KA undanfarin ár en hún reyndi fyrir sér í atvinnumennsku síðasta vetur þegar hún lék með þýska úrvalsdeildarliðinu Bayer Leverkusen.

UMMÆLI

Sambíó