Sarah Class og The Hitman’s Wife’s Bodyguard í Hofi

Sarah Class og The Hitman’s Wife’s Bodyguard í Hofi

Hollywood verkefni SinfoniaNord halda áfram en á morgun fara fram í Hofi upptökur á tónlist fyrir kvikmyndina The Hitman’s Wife’s Bodyguard. Höfundur tónlistar kvikmyndarinnar er norðlenska tónskáldið Atli Örvarsson.

The Hitman’s Wife’s Bodyguard er framhald á kvikmyndinni The Hitmans’s Bodyguard og skartar stjörnunum Ryan Reynolds, Samuel L. Jackson, Salma Hayek, Frank Grillo, Antonio Banderas og Morgan Freeman, ásamt fleirum. Upptökurnar eru á meðal stærstu verkefna SinfoniaNord til þessa en hátt í 100 manns koma að verkefninu.

Á sama tíma starfar hljómsveitin með breska tónskáldinu og ungstirninu Sarah Class. Sarah semur tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp og hefur unnið til fjölda verðlauna og tilnefninga, til að mynda BRIT og EMMY tilnefninga. Á meðal verkefna hennar eru náttúrulífsþættir BBC sjónvarpsstöðvarinnar. Það er því í nógu að snúa í Hofi þessa dagana.

Sambíó

UMMÆLI