Sea Sick í Samkomuhúsinu

Sea Sick í Samkomuhúsinu

Vísindaverkið Sea Sick fjallar um hlýnun sjávar og er skrifað og flutt af kanadíska verðlaunablaðamanninum Alanna Mitchell.

Sea Sick verður sýnt í Samkomuhúsinu sunnudaginn 16. október klukkan 20. Það er kanadíska sendiráðið sem kemur með verkið til Íslands. Verkið er flutt á ensku. Eftir sýninguna býður Alanna Mitchell upp á stuttar umræður.

Sýningin er byggð á samnefndri metsölubók Mitchell en bæði bókin og verkið hafa farið sigurför um heiminn og fengið frábæra gagnrýni.

„The ocean contains the switch of life. Not land, not the atmosphere. The ocean. And that switch can be turned off.“

Sea Sick er leikstýrt af Franco Boni og Ravi Jain og framleitt af The Theatre Centre.

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá þetta verk sem hefur farið sigurför um heiminn. Aðeins þessi eina sýning. Miðasala á mak.is

UMMÆLI