Segir að engin hætta hafi verið á ferð í umdeildum leik barna við Glerárstíflu

Segir að engin hætta hafi verið á ferð í umdeildum leik barna við Glerárstíflu

Árni Bjarnason, starfsmaður á Fræðslusviði Akureyrarbæjar, segir að engin hætta hafi verið á ferð þegar leikskólabörn léku sér við Glerárstíflu í morgun. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Mynd sem Andrés Jónsson birti á Facebook síðu sinni í dag hefur vakið mikla athygli en á henni má sjá leikskólabörn og leiðbeinendur að leik við Glerárstíflu á Akureyri.

Fjölmargir höfðu samband við Fræðslusvið Akureyrarbæjar. Á vef RÚV kemur fram að þarna hafi verið á ferðinn 21 barn af leikskólanum Kiðagil auk sex kennara.

Tilgangur ferðarinnar var að kenna börnum á umhverfi sitt. Það sé ekki satt að það hafi verið lyft börnum inn á lokað svæði og að kennarar séu slegnir yfir viðbrögðum á samfélagsmiðlum.

UMMÆLI

Sambíó