beint flug til Færeyja

Segir að það sé ekki komið fram við fíkla eins og aðra innan heilbrigðiskerfisins

Segir að það sé ekki komið fram við fíkla eins og aðra innan heilbrigðiskerfisins

Inga Lóa Birgisdóttir, foreldri á Akureyri, sér sjálf um afeitrun sonar síns sem er langt leiddur fíkill. Hún segir það ótækt að foreldrar þurfi að sjá um afeitrun barna sinna í viðtali við RÚV en sonur hennar bíður nú eftir því að komast í meðferð.

Þar til hann kemst í meðferð á Vogi stendur hún sólarhringsvaktir um soninn ásamt frænku sinni en hún óttast um líf hans. Fyrr í þessum mánuði tók hann of stóran skammt af kókaíni og amfetamíni og honum var í kjölfarið haldið sofandi í öndunarvél í fjóra sólarhringa.

Inga segir að það sé ekki komið fram við fíkla eins og aðra innan heilbrigðiskerfisins. Hún og sonur hennar hafi alltof víða komið að lokuðum dyrum.

Ítarlegt viðtal við Ingu Lóu má nálgast á vef RÚV með því að smella hér.

UMMÆLI

Sambíó