Segir brunann mikið áfall fyrir íbúa í Hrísey

Segir brunann mikið áfall fyrir íbúa í Hrísey

Íbúar í Hrísey voru vaktir eldsnemma í morgun eftir að bruni kom upp í frystihúsi eyjarinnar. Íbúar eyjarinnar hafa verið beðnir um að halda sig innandyra, loka gluggum og hita húsin sín.

Linda María Ásgeirsdóttir, íbúi í Hrísey, segir í samtali við fréttastofu RÚV að bruninn sé mikið áfall fyrir íbúa í eyjunni. Það sé alveg ljóst að það hafi orðið svakalega mikið tjón. Mikinn svartan reyk leggur yfir alla eyjuna og rýma gæti þurft íbúðarhús.

Sjá einnig: Myndband af brunanum í Hrísey

„Líka bara fyrir eyjuna, þetta er náttúrulega vinnustaður, þarna eru að vinna tíu manns og svo er þarna einn línubátur. Svo þetta er mikið áfall fyrir Hrísey,“ segir Linda María Ásgeirsdóttir, á RÚV.

Mika­el Sig­urðsson, annar íbúí í Hrísey, segir í samtali við mbl.is að það sé ljóst að það sé allt ónýtt í frystihúsinu.

„Það kom hérna maður snemma í morg­un, bankaði og vakti alla. Það er rosa eld­ur þarna. Þetta er allt ónýtt,“ segir Mikael á mbl.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó