Segja aðstöðu KA ekki boðlega og í engu samræmi við umfang starfsemi félagsinsIngvar Már Gíslason, formaður KA og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar

Segja aðstöðu KA ekki boðlega og í engu samræmi við umfang starfsemi félagsins

Ingvar Már Gíslason, formaður KA og Eiríkur S. Jóhannsson, varaformaður KA, segja að aðstaðan sem KA býður gestum N1 mótsins upp á á hverju ári sé ekki boðleg og í engu samræmi við umfang starfsemi félagsins. Þetta kemur fram í pistli sem þeir birta á vef KA.

Sjá einnig: Orðsending frá knattspyrnudeild KA vegna vallarmála

„Hvorki KA né bæjarfélagið stenst samanburð við þau íþróttafélög sem við viljum bera okkur saman við þegar kemur að vallaraðstæðum. Á 93ja ára afmæli KA í janúar s.l., skrifuðum við undir viljayfirlýsingu við Akureyrarbæ um að gera miklar endurbætur á aðstöðu okkar. Höfum við miklar væntingar um að nú verði tekið höndum saman um að klára löngu tímabæra uppbyggingu á félagssvæði okkar við Dalsbraut. Á þessu er mikill skilningur meðal bæjarbúa sem og forsvarsmanna Akureyrarbæjar,“ segir meðal annars í pistlinum sem er undir yfirskriftinni Byggjum undir öflugt íþróttastarf.

„Mikilvægi þess að sinna æskulýðs og forvarnarstarfi með þeim hætti sem við höfum gert er óumdeilt og skilar sér margfalt til samfélagsins um ókomin ár. Fjárfesting í heilsu og vellíðan er fjárfesting í heilbrigði framtíðarinnar. Það er í okkar huga afar mikilvægt að byggja undir íþróttastarfsemi og gera íþróttafélögunum mögulegt að þróast. Samhliða verður að eiga sér stað fjárfesting í mannvirkjum og öðrum innviðum, það er algjört lykilatriði til að við séum samkeppnishæf við önnur sveitarfélög þegar kemur að aðstöðu fyrir iðkendur okkar og búsetuval einstaklinga og ekki síður að við getum staðist samkeppnina þegar kemur að ferðatengdri íþróttastarfsemi.“

Pistilinn í heild sinni má lesa á vef KA með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó