Seldu myndlist sína fyrir börn í Úkraínu

Seldu myndlist sína fyrir börn í Úkraínu

Þeir Helgi Hrafn Magnússon og Kjartan Gestur Guðmundsson í 4. bekk í Brekkuskóla á Akureyri hafa safnað 26 þúsund krónum fyrir börn í Úkraínu.

Kjartan og Helgi seldu myndlist sína í fjáröflunarskyni og lögðu ágóðann í gær til neyðarsöfnunar UNICEF á Íslandi fyrir börn í Úkraínu.

„UNICEF á Íslandi færir þessum góðhjörtuðu ungu drengjum hjartans þakkir fyrir stuðninginn sem mun nýtast vel í umfangsmiklum verkefnum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu og við landamæri nágrannaríkja. Frábærir strákar!“ segir í tilkynningu UNICEF á Íslandi.

Sambíó

UMMÆLI