Prenthaus

Sendiherra Kína í heimsókn á Akureyri

Sendiherra Kína í heimsókn á Akureyri

Sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins á Íslandi, Jin Zhijian, heimsótti Akureyri í gær ásamt eiginkonu sinni He Linyun. Þau áttu fund með Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra á Akureyri þar sem ferðþjónustu, menntun, menningarmál og viðskipti bar meðal annars á góma.

Hjónin heimsóttu einnig Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Háskólann á Akureyri en í dag halda þau austur á bóginn, skoða Goðafoss og heimsækja Mývatnssveit. Jin og He létu ákaflega vel af heimsókn sinni til Akureyrar og sögðust örugglega ætla að koma fljótt aftur. Gestirnir færðu sveitarfélaginu fallega gjöf sem Ásthildur Sturludóttir veitti móttöku.

Frétt af akureyri.is

UMMÆLI