Sér snjó í fyrsta skipti

Sherihan var ánægð með snjóinn

Sherihan var ánægð með snjóinn

Egypski skiptineminn Sherihan Essam Farouk Azmy Sade er ekki vön snjónum. Sherihan Essam Farouk Azmy Sade er sautján ára gömul frá Alexandríu í Egyptalandi. Hún kom til Akureyrar í ágúst sl. og dvelur hér fram í júní á næsta ári sem skiptinemi við Verkmenntaskólann á Akureyri.

Sjá einnig: Búist við stórhríð á Akureyri

Veturinn hófst fyrir alvöru í vikunni á Akureyri og hefur fólk misjafnar skoðanir á því hversu ánægjulegt það sé. Sherihan er ein af þeim sem fagnar snjónum en þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem hún sér snjó. Í heimaborg hennar er hitinn um þessar myndir yfir 20 stig.

Sherihan tók snjónum sannarlega fagnandi og fannst mikið til koma. Svo er spurning hvort hún drífi sig á skíði eða bretti í Hlíðarfjalli en stefnt er að því að opna þar 1. desember.

Sjá einnig: Stefnt á að opna Hlíðarfjall 1. desember

Heimasíða VMA birti á dögunum viðtal við Sherihan og Reem Khattab vinkonu hennar frá Sýrlandi sem má sjá hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó