Sérsveitin kölluð út á Akureyri vegna hnífaburðar

Sérsveitin kölluð út á Akureyri vegna hnífaburðar

Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra var kölluð út á Ak­ur­eyri aðfaranótt laug­ar­dags eft­ir að lög­reglu barst til­kynn­ing um hnífa­b­urð ung­linga við grunn­skóla þar í bæn­um. Tveir voru handteknir, grunaðir um vopnalagabrot og hótanir.

Þeir gistu fangageymslu um stund en um var að ræða ólögráða en sakhæfa einstaklinga. Lögreglan vann málið með aðkomu barnaverndar og foreldrum hinna handteknu var gert viðburð.

„Lög­regla lít­ur vopna­b­urð al­var­leg­um aug­um og slíkt er aldrei rétt­læt­an­legt, að ógna öðrum með vopn­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra á Face­book-síðu henn­ar þar sem má lesa meira um viðburði helgarinnar.

UMMÆLI