Prenthaus

Sex einstaklingar í sóttkví á Norðurlandi Eystra

Sex einstaklingar í sóttkví á Norðurlandi Eystra

Sex einstaklingar eru skráðir í sóttkví vegna Covid-19 faraldursins á Norðurlandi eystra samkvæmt upplýsingum á covid.is. Þannig hefur tala einstaklinga í sóttkví tvöfaldast frá því í gær þegar aðeins þrír voru í sóttkví á svæðinu.

Upplýsingar um hvar á Norðurlandi einstaklingarnir búa liggur ekki fyrir eins og er. Alls greindust 17 smit á landinu sl. sólahring. Skv. nýjustu tölum á covid.is eru 822 í sóttkví og 127 í einangrun.

UMMÆLI

Sambíó