beint flug til Færeyja

Sex leikmenn framlengja við Þór/KA

lilly_rut_hlynsdottir_undirritar2016

Lillý Rut verður áfram hjá Þór/KA. Mynd: thorsport.is

Kvennalið Þór/KA er byrjað að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð í Pepsi-deildinni en liðið hóf æfingar undir stjórn nýs þjálfara, Halldórs Jóns (Donna) Sigurðssonar í gær.

Við sama tækifæri skrifuðu sex leikmenn undir nýja samninga við félagið en það voru þær Lillý Rut Hlynsdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir, Rut Matthíasdóttir, Sara Mjöll Jóhannsdóttir og Harpa Jóhannsdóttir. Allar gera þær tveggja ára samning.

Þær þrjár fyrstnefndu voru allar í lykilhlutverki hjá liðinu á síðustu leiktíð þegar Þór/KA endaði í 4.sæti Pepsi-deildarinnar. Lillý Rut var til að mynda valin efnilegasti leikmaður deildarinnar. Þær Anna Rakel og Andrea Mist skoruðu fjögur mörk hvor og komu við sögu í öllum leikjum liðsins, líkt og Lillý.

Rut, Harpa og Sara Mjöll voru allar hluti af 2.flokki Þórs/KA sem varð Íslandsmeistari síðastliðið sumar.

undirritun_thorka_nov2016

Talið frá vinstri: Donni Sigurðsson, Anna Rakel, Harpa, Sara Mjöll, Lillý Rut, Andrea Mist og Rut. Mynd: thorsport.is

Sjá einnig

,,Ekki í boði að keyra á milli með karlaliðið“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó