Origo Akureyri

Sex nýsköpunarteymi kláruðu Startup Storm

Sex nýsköpunarteymi kláruðu Startup Storm

Sex nýsköpunarteymi á Norðurlandi kláruðu nýverið viðskiptahraðalinn Startup Storm sem Norðanátt, hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi, stóð að. Þetta kemur fram í tilkynningu SSNE.

Startup Stormur er sjö vikna viðskiptahraðall með áherslu á sjálfbærni og græn verkefni, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.

Þetta er í þriðja sinn sem Norðanátt stendur fyrir viðskiptahraðli. Start up stormur hófst 4. október. Þátttakendur hafa síðastliðnar sjö vikur fengið fræðslu, setið vinnustofur og myndað tengingar við reynslumikla aðila úr atvinnulífinu á svokölluðum mentorafundum.

Lokaviðburður var haldinn með pompi og prakt fimmtudaginn 16. nóvember síðastliðinn á Flugsafni Íslands. Nýsköpunarteymin stigu á stokk og kynntu verkefni sín fyrir fullum sal boðsgesta en um 80 manns sóttu viðburðinn og hlýddu á kynningar.

Dómnefnd og gestir í sal fengu að kjósa um besta verkefnið og bar verkefnið 3D- lausnir sigur úr býtum og vann 500.000 krónur sem mun vonandi nýtast vel í áframhaldandi þróun.

Hér að neðan má lesa nánar um verkefni þátttakenda.

Ísponica – Amber Monroe

Ræktun grænmetis og kryddjurta með aquaponics (afrennsli fiskeldis) lóðréttri búskap. Markmiðið er að rækta mat innandyra, allt árið um kring með áherslu á sjálfbæra framleiðslu.

Kaffibrennsla Skagafjarðar – Vala Stefánsdóttir

Kaffibrennsla Skagafjarðar, nýbrennt og ferskara kaffi

Rækta microfarm – Serena og Giacomo

Minnkum kolefnisspor og drögum úr innflutningi og matarsóun. Rækta Microfarm er umhverfisvæn framleiðsla á grænsprettum, sælkerasveppum og hampblómum.

Sigló Sea – Laken Hives

 Sjálfbær ræktun á þangi og kræklingarækt og samfélagsleg þróun ferðaþjónustu.

Vallhumall – Elínborg Ásgeirsdóttir

Gamalkunn íslensk lækningajurt fær nýtt hlutverk sem bragðefni í matvælaframleiðslu.

3D Lausnir  – Jón Þór og Arnar

Hringrásasteypa og þrívíddarprentun.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó