NTC netdagar

Sjö skólar á Akureyri taka þátt í Göngum í skólann 2019

Sjö skólar á Akureyri taka þátt í Göngum í skólann 2019

Árlega átakið Göngum í skólann var sett í Hofsstaðaskóla í Garðabæ í gærmorgun. Sex skólar frá Akureyri taka þátt í átakinu í ár.

Nemendur, foreldrar og starfsfólk er hvatt til að ganga, hjóla, eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla í september.

Brekkuskóli, Naustaskóli, Hríseyjarskóli, Giljaskóli, Glerárskóli, Oddeyrarskóli og Síðuskóli, eru nú þegar skráðir til leiks í átakinu en enn er hægt að skrá skóla á vefsíðu átaksins.

Þar má finna lista yfir skráða skóla og einnig upplýsingar um hvað hver skóli ætlar að gera í tilefni átaksins.

Fréttin hefur verið uppfærð

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó