NTC netdagar

Sextán gullverðlaun til SKA á Unglingameistaramóti Íslands

Keppt var í Bláfjöllum

Unglingameistaramót Íslands fór fram í Bláfjöllum um síðustu helgi og sendi Skíðafélag Akureyrar fjölmarga keppendur til leiks eins og alltaf.

Veðurguðirnir léku ekki við keppendur og þurfti að fresta keppni í alpagreinum á laugardag sökum veðurs. Var því keppt í stórsvigi og svigi á sunnudag og svo fór samhliðasvig fram á mánudag.

Í 15 ára flokki nældi Fríða Kristín Jónsdóttir sér í gull í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni auk þess að næla í silfur í samhliðasvigi og hljóta verðlaun sem bikarmeistari SKÍ. Í 15 ára flokki drengja náði Valur Snær Ásmundsson sér í bronsverðlaun í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni.

Í 14 ára flokki drengja reyndist Aron Máni Sverrisson hlutskarpastur í stórsvigi og lenti í 2.sæti í svigi sem þýddi gull í alpatvíkeppni. Aron Máni varð einnig bikarmeistari SKÍ.

Hildur Védís Heiðarsdóttir vann til gullverðlauna í stórsvigi og fékk brons í samhliðasvigi auk þess að vera bikarmeistari SKÍ í aldursflokki 13 ára. Í sama aldursflokki hreppti Karen Júlía Arnarsdóttir gull í svigi og alpatvíkeppni auk þess að vera önnur í stórsvigi, samhliðasvigi og í bikarnum. María Gros náði í silfur í svigi og alpatvíkeppni.

Við þetta má bæta að stúlkurnar í SKA unnu bikarkeppni SKÍ þennan veturinn og strákarnir enduðu í öðru sæti. Skíðafélag Akureyrar vann því bikarkeppnina samanlagt í 12-15 ára flokki.

3 gull á skíðagönguhópinn

Um helgina kláraðist einnig bikarkeppni í skíðagöngu og voru bikarmeistarar krýndir.

Isak Stiansson Pedersen úr Skíðafélagi Akureyrar hafnaði í 3.sæti í flokki 18-20 ára. Gígja Björnsdóttir gerði slíkt hið sama í kvennaflokki. Í flokki 16-17 ára nældi Arnar Ólafsson í silfur.

Í skíðagöngu með frjálsri aðferð á Unglingameistaramótinu komu þrjú gull í hús hjá SKA. Ævar Freyr Valbjörnsson varð hlutskarpastur í flokki 12-13 ára og Einar Árni Gíslason hafnaði í þriðja sæti. Fanney Rún Stefánsdóttir sigraði í flokki 14-15 ára og Egill Bjarni Gíslason gerði slíkt hið sama í drengjaflokki.

Fríða Kristín Jónsdóttir

Aron Máni Sverrisson

Hildur Védís Heiðarsdóttir

Karen Júlía Arnarsdóttir

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó