Shades of Reykjavík á Græna Hattinum í kvöld

Shades of Reykjavík

Shades of Reykjavík

Í kvöld klukkan 10 hefjast tónleikar einnar vinsælustu hiphop hljómsveitar landsins, Shades of Reykjavík á Græna Hattinum. Shades of Reykjavík gáfu út sína fyrstu plötu í desember á seinasta ári og hafa gefið út yfir 25 tónlistarmyndbönd síðast liðin ár.

Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin kemur til Akureyrar og stefna þeir á að gera allt vitlaust á Græna Hattinum. Þeir munu spila plötuna sína ásamt eldra efni frá þeim. Hljómsveitin er þekkt á Íslandi fyrir ansi skrautlega sviðsframkomu og hafa þeir meðal annars verið með húðflúrara á sviðinu sem gefur áhorfendum sem sækjast eftir því húðflúr á miðjum tónleikum.

Ennfremur koma fram Smjörvi & Hrnnr, þeir eru ungir tónlistar menn frá Reykjavík og koma til Akureyrar til að spila með Shades of Reykjavík.

Sambíó

UMMÆLI