Síðasta síldartunnan komin heim

Síðasta síldartunnan komin heim

Táknræn og gleðileg stund í sögu viðskiptalífs og menningarsambands Noregs og Íslands var á Siglufirði 31. maí en þá var síðasta síldartunnan afhent Síldarminjasafni Íslands, um það bil 40 árum á eftir áætlun – eða mögulega akkúrat á áætlun. Tunnan hefur í raun tengt fólk saman, kallað á samskipti og samveru, nú og minnt á hversu ríkar þjóðirnar eru af samstarfi og sameiginlegri sögu. Stundin á Síldarminjasafnininu var stórskemmtileg og veitti skemmtilega innsýn í síldarævintýrið, líkt og myndinar bera merki um.

Sendinefnd tunnunnar voru Petter Jonny Rivedal sem fann tunnuna og bjargaði, eiginkona hans Nina Kilen Rivedal og dóttir þeirra Thea Marie Rivedal en saman hafa þau gætt tunnunnar í tæp 40 ár og því viðeigandi að þau fylgdu henni síðasta spölin. Þess má gjarnan geta hér að Petter Jonny hefur séð um styttuna af Ingólfi Arnarsyni í Rivedal og er mikill Íslandsvinur. Það var því skemmtileg tilviljun að hann var sá sem fann tunnuna.

Þá er sendinefndin ekki upptalin, heldur fóru sendiherra Noregs á Íslandi, Aud Lise Norheim og sendiherra Íslands í Noregi, Ingibjörg Davíðsdóttir fremstar í flokki góðs fólks. Starfsfólk SSNE og Markaðsstofu Norðurlands fengu tækifæri til að veita hópnum innsýn í þá grósku frumkvöðla á Tröllaskaga er vinna með einhvers konar endurnýtingu að leiðarljósi. Frumkvöðlarnir opnuðu sínar dyr og eiga bestu þakkir fyrir gestrisni – sendinefnd tunnunnar fór heldur betur ríkari frá Tröllaskaga eftir 24 klukkustunda heimasókn.

Lesa má meira um ferðina inn á heimasíðu SSNE.

UMMÆLI