Síðasti opnunardagur Hlíðarfjalls

Hlíðarfjall

Opið er í Hlíðarfjalli í dag til klukkan 16 en um er að ræða síðasta tækifæri fyrir bæjarbúa að skella sér á skíði þennan veturinn.

Ágætis færi er í fjallinu, troðinn þurr snjór og ekki hvasst. Mikið hefur verið um að vera í fjallinu undanfarna daga þar sem um 800 keppendur öttu kappi á Andrésar andar leikunum sem lauk í gær.

UMMÆLI