Síðustu lausu sætin til Færeyja

Síðustu lausu sætin til Færeyja

Nú eru aðeins örfá sæti eftir í ferðirnar til Færeyja í febrúar, ferðirnar verða farnar 3. til 6. febrúar og svo 10. – 13. febrúar. Flugin út eru á fimmtudegi 3. og 10. febrúar klukkan 11:30 og til baka á sunnudegi 6. og 13. febrúar klukkan 17:45. Flugtíminn er rúmlega 1 klukkustund.

Það er færeyska ferðaþjónustan Tur sem býður upp á bein flug á milli Færeyja og Akureyrar. Hægt er að kaupa flug báðar leiðir á 25.995 krónur eða kaupa pakka sem inniheldur flug, hótel og far frá flugvellinum að hótelinu á 64.990 krónur á mann í tveggja manna herbergi, 69.990 í einstaklingsherbergi. Gist verður á Hotel Føroyar sem er nýuppgert fjögurra stjörnu hótel. Morgunmatur á hótelinu innifalinn.

Flogið verður með færeyska flugfélaginu Atlantic Airways með Airbus 320 þotu. 1x 23 kg innrituð taska er innifalin í pakkanum auk handfarangurs.

Ítarlegar upplýsingar um ferðina má finna með því að smella hér. Áhugasamir geta tekið frá sæti í gegnum Kaffið.is hér að neðan.


UMMÆLI