Prenthaus

Síðustu sýningar af Fullorðin í Hofi

Síðustu sýningar af Fullorðin í Hofi

Fullorðin hefur heldur betur slegið í gegn á Akureyri en nú er komið að leiðarlokum. Aðeins þrjár sýningar eru eftir í Hofi áður en sýningin heldur suður yfir heiðar og í Þjóðleihúsið. 

„Viðbrögðin og viðtökurnar hafa verið algjörlega stórkostleg og fram úr björtustu vonum. Það jafnast auðvitað ekkert á það að þurfa bókstaflega að stoppa sýninguna af því það er hlegið svo mikið,“ segir Vilhjálmur B Bragason sem leikur og semur verkið ásamt Birnu Pétursdóttur og Árna Beintein Árnasyni.

„Ég, Árni og Birna erum líka sammála um þetta er eitt það skemmtilegasta sem við höfum gert. Það er tilhlökkun að sýna hverja einustu sýningu og við hlökkum til þessara þriggja sem eru eftir hér á Akureyri. Svo er það alveg draumi líkast að við séum að fara með þetta barn okkar í Þjóðleikhúsið í vor – algjörlega geggjað,“ segir Villi.

Næstu sýningar eru:

Fimmtudaginn 7. október kl. 21
Föstudagurinn 15. október kl. 21
Föstudagurinn 5. nóvember kl. 21

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó