NTC netdagar

Sierra og Mayor setja af stað söfnun fyrir fórnarlömb í Mexíkó

Sandra Stephany Mayor fagnar marki með mexíkóska landsliðinu

Miklar hörmungar eru að eiga sér stað í Mexíkó þessa stundina. Jarðskjálftar upp á 7,1 á richter skala hafa kostað hundruðir manna lífið.

Þær Bianca Sierra og Sandra Stephany Mayor, leikmenn Þór/KA í knattspyrnu koma báðar frá Mexíkó og er Mayor frá Mexíkóborg. Þær hafa unnið hug og hjörtu Akureyringa innan sem utan vallar í sumar. Nú hafa þær sett af stað söfnun til styrktar löndum sínum. Peningarnir sem safnast munu vera notaðir til að kaupa neyðarbirgðir fyrir fórnarlömb ásamt því að styðja við bataþjónustu. Öll framlög munu fara beint í að hjálpa fórnarlömbum hörmunganna.

Til þess að sjá nánar um söfnunina og styrkja hana er hægt að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó