Sigmundur Davíð fékk flestar yfirstrikanir

simmmmmiiminn

Kjósendur í Norðausturkjördæmi strikuðu oftast yfir nafn Sigmundar Davíðs, fyrrverandi forsetisráðherra og oddvita Framsóknar í kjördæminu, í alþingiskosningunum á laugardag. Flestar yfirstrikanir í kjördæminu voru frá kjósendum Framsóknar.

Fram kom á Vísi í morgun að Sigmundur telur að Framsókn hefði fengið betri kosningu hefði hann verið formaður flokksins áfram. Hann segir að hann hefði getað komið flokknum í 19% atkvæða en flokkurinn endaði með um 11,5% atkvæða. Hann telur að innbyrðisátök í flokknum síðustu mánuði og að lítið hafi verið einblínt á kosningabaráttuna hafi haft mikið að segja um dræmt fylgi flokksins.

Ekki eru komnar nákvæmar tölur um yfirstrikanir í kjördæminu en þær ættu að liggja fyrir á morgun.  Til þess að Sigmundur færist niður um sæti þurfa að minnsta kosti 25% kjósenda í kjördæminu að strika hann út. Í Suðurkjördæmi var mest strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins.

UMMÆLI

Sambíó