beint flug til Færeyja

Sigmundur Davíð getur ekki hugsað sér verri ríkisstjórn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, segir í viðtali við Eyjuna að hann gæti ekki hugsað sér verri rík­is­stjórn en þá sem nú er í burðarliðnum. Hann segist jafnframt ekki vera viss um að hún nái að sitja út kjör­tíma­bil­ið.

„Það er auðvitað við hæfi að óska nýrri ríkisstjórn góðs gengis við að vinna þjóðinni gagn og ég geri það hér með en ég skal líka viðurkenna að ég hef verulegar áhyggjur af því í hvað stefnir,“
 segir Sigmundur í viðtali við Eyjuna.

Sig­mundur Davíð hefur sér­stak­lega áhyggjur af því að skemmdir verði unnar á ýmsum grunn­stoðum sam­fé­lags­ins utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og segir að byggðir lands­ins séu í veru­legri hættu.

 

 

UMMÆLI