Sigmundur Davíð ósáttur við umfjöllun fjölmiðla

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, er ósáttur við umfjöllun fjölmiðla í dag um fyrirhugaða veislu sína í tilefni af hundrað ára afmæli Framsóknarflokksins.

Hann segir umfjöllun fjölmiðla einungis vera hugrenningar blaðamanna og skoðanir þeirra. Hann efast um að svipuð tíðindi úr öðrum flokkum eins og Samfylkingunni eða VG hefðu vakið jafn mikla athygli og frétt um hann. Einnig er hann ósammála því að kalla Kaffið.is fjölmiðil og vill meina að einungis sé um bloggsíðu að ræða en Sigmundur hafði aldrei heyrt minnst á miðilinn fyrr en í dag.

Sjá einnig: Stríðsyfirlýsing Sigmundar Davíðs?

Reyndar er líka merkilegt að umræddur kaffivefur skuli allt í einu hafa verið uppfærður í að kallast fjölmiðill. Einhverra hluta vegna efast maður um að vefsíðan hefði fengið þá vegtyllu ef hún hefði skrifað eitthvað sem hefði ekki verið viðkomandi eins þóknanlegt. Dettur einhverjum t.d. í hug að á vefmiðlum hefðu birst fréttir á borð við:
,,Samkvæmt heimildum fjölmiðilsins Kaffisins er Steingrímur J. Sigfússon mjög umdeildur innan Vg“ eða ,,Fjölmiðillinn Kaffi hefur heimildir fyrir því að unnið sé að því að leggja Samfylkinguna formlega niður,“ er meðal þess sem segir í Facebook-færslu Sigmundar.

Hann segir að lokum að umfjöllunin muni ekki slá Framsóknarmenn útaf laginu á 100 ára afmæli flokksins. „Þetta eru skrýtnir tímar. 100 ára flokkur getur hins vegar ekki látið slíkt slá sig út af laginu. Sjáumst 16. des.“

 

 

UMMÆLI

Sambíó