NTC netdagar

Sigraði Golfmót Þórs þrettán ára gamall

Síðastliðin laugardag fór fram Golfmót Þórs sem haldið var á Jaðarsvelli og er þetta þriðja árið í röð sem mótið fer fram.

Fyrirkomulag móts var punktakeppni og var ræst út frá öllum teigum samtímis. Keppendur í ár voru um 80 og tókst í alla staði afbragðs vel og ekki skemmdi afbragðsgott veður.

Segja má að úrslitin hafi komið mörgum skemmtilega á óvart en það var Mikael Máni Sigurðsson sem stóð uppi sem sigurvegari en hann er aðeins þrettán ára gamall. Hann hlaut flugfar fyrir tvo til Evrópu með Icelandair auk þess sem hann fékk verðlaun fyrir hæsta stigaskor án forgjafar og nándarverðlaun á 18. holu. Sannarlega glæsilegt hjá þessum unga og bráðefnilega kylfingi.

Í öðru sæti var Kjartan Fossberg Sigurðsson og því þriðja var Stefán Bjarni Gunnlaugsson.

Árni Óðinsson formaður Þórs ásamt sigurvegara Golfmóts Þórs 2017, Mikael Mána Sigurðssyni
Mynd: Thorsport.is

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó