Sigríður Huld tekur sæti Loga í bæjarráði

sirry1

Sigríður Huld Jónsdóttir

Sigríður Huld Jónsdóttir er nýr aðalfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði Akureyrarbæjar og tekur hún þar með stöðu Loga Más Einarssonar.

Logi Már sagði sig frá störfum bæjarfulltrúa og bæjarráðsmanns í síðustu viku eftir að hafa verið kjörinn á þing en Logi er jafnframt nýtekinn við sem formaður Samfylkingarinnar.

Sigríður Huld starfar sem skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri og hefur gegnt þeirri stöðu síðan í upphafi þessa árs.

Dagbjört Pálsdóttir tekur sæti varafulltrúa í bæjarráði í stað Sigríðar Huldar en þær tvær eru nú fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn þar sem Logi heldur á Alþingi.

logi-300x300

Logi tekur sæti á Alþingi

UMMÆLI