Sigrún hættir með matargjafir

Sigrún hættir með matargjafir

Sigrún Steinarsdóttir, sem hefur séð um Matargjafir á Akureyri og nágrenni undanfarin 10 ár, mun hætta með matargjafir þann 1. maí næstkomandi. Þessu greinir hún frá í Facebook-hóp matargjafa í dag.

„Með sorg í hjarta hef ég ákveðið að hætta með Matargjafir Akureyri og nágrenni þann 1 mai 2024.Álagið í kringum þessa sjálfboðavinnu hefur verið gríðarlegt fyrir mig og fjölskyldu mína, álag vegna matarkassana sem og öll skilaboðin allan sólahringinn alla daga ársins. Ég hef ekki tekið frí í þau 10 ár sem Matargjafir hafa verið starfrækt, ef ég hef farið burtu hafa aðrir fjölskyldumeðlimir séð um matinn á meðan ég hef lagt inn á kort,“ skrifar Sigrún.

Hún segist vona að fólk skilji ástæður hennar og virði ákvörðun hennar. Sigrún mun greina frá því 1. maí hvort að Matargjafir á Akureyri og nágrenni verði áfram starfrækt með öðru sniði eða verði alfarið lagt niður.

UMMÆLI