Sigtryggur Daði markahæstur í sigri

Sigtryggur Daði markahæstur í sigri

Handknattleiksmaðurinn Sigtryggur Daði Rúnarsson er algjörlega óstöðvandi um þessar mundir en hann var besti maður vallarins þegar lið hans, Aue, vann ellefu marka sigur, 36-25, á Saarlouis í þýsku B-deildinni í handbolta í dag.

Sigtryggur Daði skoraði tíu mörk úr tíu skotum. Hreint magnaður leikur hjá kauða en hann hefur spilað afar vel að undanförnu.

Sjá einnig: Sigtryggur Daði hefur skorað 25 mörk í síðustu þremur leikjum

Árni Þór Sigtryggsson bætti við þrem mörkum úr fimm skotum.

Oddur Gretarsson var sömuleiðis í eldlínunni í sömu deild í dag en hann skoraði fimm mörk úr fimm skotum þegar Emsdetten vann þriggja marka sigur á Hamm-Westfalen.

Sjá einnig

Sigtryggur Daði í nærmynd – Líður best í Áshlíð 4

Árni Þór Sigtryggsson í nærmynd – Dómarar mest pirrandi andstæðingar

Oddur Gretarsson í nærmynd – Myndi aldrei spila með KA

Sambíó

UMMÆLI