Sigtryggur Daði markahæstur í tapi

Sigtryggur Daði markahæstur í tapi

Akureyringarnir þrír í þýsku B-deildinni stóðu í ströngu um helgina og gekk misvel.

Sigtryggur Daði Rúnarsson var markahæsti maður vallarins þegar lið hans, Aue, tapaði fyrir Rimpar á útivelli, 28-26. Sigtryggur Daði skoraði sjö mörk úr níu skotum en Árni Þór Sigtryggsson komst ekki á blað þrátt fyrir þrjár skottilraunir.

Oddur Gretarsson skoraði eitt mark úr þrem skotum þegar Emsdetten gerði jafntefli við Tusem Essen á útivelli, 25-25.

Aue situr í 10.sæti deildarinnar um þessar mundir með 20 stig. Oddur og félagar í Emsdetten hafa stigi minna í 12.sætinu.

Sjá einnig

Sigtryggur Daði í nærmynd – Líður best í Áshlíð 4

Árni Þór Sigtryggsson í nærmynd – Dómarar mest pirrandi andstæðingar

Oddur Gretarsson í nærmynd – Myndi aldrei spila með KA

Sambíó

UMMÆLI