Sigtryggur skiptir um lið í Þýskalandi

Handboltakappinn Sigtryggur Daði Rúnarsson mun yfirgefa Balingen í þýsku B-deildinni næsta sumar og færa sig í annað lið í sömu deild. Frá þessu var greint á vef Fréttablaðsins fyrr í dag.

Sigtryggur sem verður 22 ára gamall á þessu ári hefur lítið fengið að spila í vetur. Hann átti afar gott tímabil með Aue í fyrra þar sem hann skoraði 134 mörk í 36 leikjum og gaf 48 stoðsendingar.

Hann gekk í raðirBalingen fyrir tímabilið frá Aue. Rúnar Sigtryggsson faðir Sigtryggs var þjálfari Balingen en var látinn fara í oktbóber, hann þjálfaði Sigtrygg einnig hjá Aue.

„Ég þurfti að hugsa um íþróttalegu hliðina. Það var ekkert í spilunum fyrr en það komu fyrirspurnir. Önnur lið tóku eftir því að ég sat sem fastast á bekknum. Mig langaði að nýta þennan möguleika meðan hann gafst,“ sagði Sigtryggur í samtali við Fréttablaðið.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó