Sigur í fyrsta leik ársins hjá KA/Þór

Sunna Guðrún Pétursdóttir

KA/Þór mættu ungmennaliði Vals á Hlíðarenda í gær í fyrsta leik liðsins á árinu. Fyrir leikinn voru Valstúlkur á botni deildarinnar án sigurs.

Það var smá ryð í sóknarleik KA/Þór en vörnin var góð og Sunna Guðrún stóð sig vel í markinu. KA/Þór leiddi í hálfleik 12-8.

KA/Þór komust í 7 marka forustu snemma í síðari hálfleik. Valsstúlkur gáfust þó ekki upp og náðu að minnka í 5 mörk 21-16 þegar 10 mín voru eftir. KA/Þór stúlkur gáfu aftur í þessar síðustu 10 mínútur og unnu að lokum sannfærandi sigur, 26-19.

Sunna Guðrún Pétursdóttir var kona leiksins en hún varði 16 bolta í markinu hjá KA/Þór.

Martha Hermannsdóttir skoraði sjö mörk og þær Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir fjögur mörk hvor.

Annars var markaskorun KA/Þór sem hér segir: Martha Hermannsdóttir 7, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Ásdís Guðmundsdóttir 4, Ásdís Sigurðardóttir 3, Auður Brynja Sölvadóttir 3, Kara Rún Árnadóttir 3, Kolbrún María Bragadóttir og Steinunn Guðjónsdóttir 1 mark hvor.

Næsta laugardag er svo fyrsti heimaleikur KA/Þór á árinu, þegar Fylkir koma í heimsókn og það er ljóst að okkar stúlkur þurfa betri frammistöðu gegn Fylki ætla þær sér að halda toppsætinu í Grill-deildinni.


UMMÆLI

Sambíó