Sigur og tap hjá KA/Þór

handbolti

Tvö stig af fjórum mögulegum hjá stelpunum.

Kvennalið KA/Þór hélt suður yfir heiðar um helgina og lék tvo leiki í 1.deild kvenna. Uppskera helgarinnar tvö stig af fjórum mögulegum.

Á föstudagskvöld léku stelpurnar við Fjölni en KA/Þór vann tveggja marka sigur á Grafarvogskonum þegar liðin mættust í KA-heimilinu fyrr í vetur og var því búist við jöfnum og spennandi leik.

Hann var það framan af en heimakonur fóru í leikhléið með tveggja marka forystu, 17-15. Í síðari hálfleik tókst Fjölni hinsvegar að stinga af og vann að lokum níu marka sigur, 35-26.

Markaskorarar KA/Þór: Martha Hermannsdóttir 8, Ásdís Guðmundsdóttir 6, Katrín Vilhjálmsdóttir 4, Sandra Kristín Jóhannesdóttir 2, Steinunn Guðjónsdóttir 2, Aldís Ásta Heimisdóttir 1, Ólöf Marín Hlynsdóttir 1, Erla Hleiður Tryggvadóttir 1, Kolbrún Bragadóttir 1.

Markaskorarar Fjölnis: Andrea Jacobsen 9, Berglind Benediktsdóttir 8, Díana Ágústsdóttir 5, Díana Sigmarsdóttir 4, Helena Kristjánsdóttir 3, Ingibjörg Jóhannesdóttir 2, Andrea Harðardóttir 2, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 2.


Það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda á laugardagskvöld þegar stelpurnar heimsóttu ungmennalið Vals að Hlíðarenda.

Lokatölur urðu 19-27 fyrir KA/Þór eftir að staðan í leikhléi var 7-16. Gríðarlega öruggur sigur.

Martha Hermannsdóttir var aftur markahæst í liði KA/Þór með sjö mörk en næst á eftir henni kom hin bráðefnilega Aldís Ásta Heimisdóttir með fimm mörk.

Mynd: Þórir Tryggvason

Aldís Ásta var öflug gegn Val U. Mynd: Þórir Tryggvason

Markaskorarar KA/Þór: Martha Hermannsdóttir 7, Aldís Ásta Heimisdóttir 5, Katrín Vilhjálmsdóttir 4, Ásdís Guðmundsdóttir 4, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Sandra Kristín Jóhannesdóttir 2, Ólöf Marín Hlynsdóttir 2.

Markaskorarar Vals U: Kristín Ólafsdóttir 8, Ragnhildur Þórðardóttir 6, Elín

Lárusdóttir 1, Alexandra Birkisdóttir 1, Vala Magnúsdóttir 1, Sólveig Höskuldsdóttir 1, Margrét Vignisdóttir 1.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó