Origo Akureyri

Sigurður Kristinsson dvelur á Sjúkrahúsinu á AkureyriSigurður á spænsku sjúkrahúsi

Sigurður Kristinsson dvelur á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Sig­urður Krist­ins­son, sem hef­ur verið fast­ur á sjúkra­húsi á Spáni frá því í ág­úst, kom heim til Íslands í vikunni og dvel­ur nú á sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri. Björg Unnur Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar, segir í samtali við mbl.is að þar fái hann mjög góða aðhlynningu.

„Þau á sjúkra­hús­inu eru búin að fylgj­ast vel með og voru al­veg und­ir­bú­in fyr­ir þetta allt sam­an og þegar hann kem­ur þarf hann ekki að fara í gegn­um bráðadeild­ina eins og flest­ir, held­ur fer hann beint inn á lyflækn­inga­deild og er síðan send­ur í öll þau próf og þær rann­sókn­ir sem þarf, þannig að hann fær mjög góða aðhlynn­ingu,“ seg­ir Björg í sam­tali við mbl.is.

Fljót­lega mun hefjast vinna með tal­meina­fræðingi, sjúkraþjálf­ara og iðjuþjálf­ara, auk þess sem Sig­urður fær sál­ræna aðstoð.

Nánar er rætt við Björgu á vef mbl.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó