Sigurður Óskar sendir frá sér nýtt lag og myndband

Akureyrski rapparinn Sigurður Óskar eða Zafér eins og hann kýs að kalla sig sendi í dag frá sér nýtt lag og myndband. Sigurður gekk áður undir nafninu Siggi litli en tekur nú upp nafnið Zafér. Hann segir það hluti af því ferli að færa sig úr því að rappa á íslensku yfir í að rappa á ensku. Hann er þó ekki alveg hættur að rappa á íslensku og segir að hann gæti sent frá sér eitt og eitt lag á íslensku á komandi árum.

Lagið One Night hefur verið lengi í undirbúningi og Sigurður segist gríðarlega ánægður að hafa loks lokið vinnu við lagið. Hann segir að hann sé með fullt af lögum í vinnslu og muni senda frá sér fleiri lög á næstunni.

Takturinn við lagið One Night var gerður af Young Forever beats og lagið mixað af Danny Bobby sem hefur unnið með frægum röppurum á borð við Young Thug, Rich The Kid og Famous Dex.

Hægt er að hlusta á lag Sigurðar og sjá myndband við það í spilaranum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI