NTC netdagar

Sigurganga KA og KA/Þór heldur áfram

Áki Egilsnes skoraði 10 mörk gegn Stjörnunni U

Það var boðið upp á handboltaveislu í KA heimilinu í gær en bæði KA og KA/Þór áttu heimaleiki í Grill66 deildunum.

Bæði lið hafa unnið alla leiki sína í deildinni í vetur og héldu sigurgöngu sinni áfram í gær. KA menn tóku á móti Stjörnunni U og unnu öruggan 22-17 sigur. Besti maður vallarins Áki Egilsnes var markahæstur í liði KA með 10 mörk. Sigþór Árni Heimisson skoraði 4.

KA er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar, 12 stig eftir sex leiki. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Mílunni en sá leikur er liður í Coca Cola bikarnum og fer fram á miðvikudaginn á Selfossi. Þar á eftir koma fjórir útileikir í deildarkeppninni þannig að það er ekki von á heimaleik fyrr en 27. janúar.

KA/Þór konur tóku á móti Aftureldingu sem var fyrir leikinn í 6. sæti Grill66 deildarinnar. KA/Þór áttu ekki í vandræðum með Aftureldingu en í hálfleik var staðan 15-5 fyrir KA/Þór. Þegar 10 mínútur voru til leiksloka var staðan 23-9 fyrir KA/Þór. Afturelding náði að laga stöðuna örlítið áður en flautað var til leiksloka en lokatölur urðu 26-15 og sigur KA/Þór aldrei í hættu.

Ásdís Guðmundsdóttir var markahæst í liði KA/Þór með 7 mörk. Sunna Guðrún Pétursdóttir átti enn einn stórleikinn í marki KA/Þór og varði 13 skot.

Ásdís Guðmundsdóttir

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó