Færeyjar 2024

Sigurganga KA/Þór heldur áfram

Steinunn Guðjónsdóttir gerði 6 mörk

KA/Þór unnu enn einn stórsigurinn í Grill 66 deildinni um helgina. Á laugardaginn tóku stelpurnar á móti Ungmennaliði Fram. KA/Þór skoruðu fyrstu 8 mörk leiksins og Fram komust ekki á blað fyrr en eftir rúmar 12 mínútur.

Yfirburðir KA/Þór voru miklir allan leikinn og fór svo að lokum að þær unnu 39-19 sigur. Katrín Vilhjálmsdóttir var markahæst í liði KA/Þór með 7 mörk. Ásdís Guðmundsdóttir var valin kona leiksins en hún skoraði 6 mörk. Sunna Guðrún Pétursdóttir varði 16 skot í marki KA/Þór og Margrét Einarsdóttir varði 10.

KA/Þór eru taplausar í vetur og eru á toppi Grill 66 deildar kvenna með jafn mörg stig og HK en eiga leik til góða.

Þær mæta Olís deildar liði Fjölnis í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins á morgun, þriðjudag, klukkan 19:00 í KA heimilinu.

Mörk KA/Þór: Katrín Vilhjálmsdóttir 7, Ásdís Guðmundsdóttir 6, Martha Hermannsdóttir 6, Steinunn Guðjónsdóttir 6, Ásdís Sigurðardóttir 3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Ólöf Marín Hlynsdóttir 3, Aldís Ásta Heimisdóttir 2, Auður Brynja Sölvadóttir 2 og Þóra Björk Stefánsdóttir 1 mark.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó