Færeyjar 2024

Sigurmyndband Íslandsmeistara Ka/ÞórsMynd: ka.is

Sigurmyndband Íslandsmeistara Ka/Þórs

Ágúst Stefánsson hefur klippt saman magnað myndband til heiðurs Íslandsmeisturum KA/Þór. Sjáðu myndbandið í spilaranum hér að neðan.

Ótrúlegur vetur er að baki hjá KA/Þór en liðið stóð uppi sem Íslandsmeistari, Deildarmeistari og Meistari Meistaranna.

„Stelpurnar brutu þar með heldur betur blað í sögunni en þetta eru fyrstu titlar KA/Þórs. Alls voru 16 af 19 leikmönnum liðsins uppaldir hjá félaginu sem segir allt um hversu frábært starf er unnið í kringum kvennahandboltann hér fyrir norðan. Að sjálfsögðu erum við búin að taka saman smá syrpu frá því þegar stelpurnar tryggðu Íslandsmeistaratitilinn en myndefnið er fengið úr útsendingum Stöð 2 Sport og klippt saman af Ágústi Stefánssyni. Góða skemmtun og takk fyrir stuðninginn í vetur,“ segir í tilkynningu á vef KA.

UMMÆLI

Sambíó