NTC

Sigurvegarar í Súlur VerticalÞorbergur Ingi Jónsson og Halldór Hermann Jónsson

Sigurvegarar í Súlur Vertical

Súlur Vertical hlaupið fer fram í blíðskaparveðri á Akureyri í dag og keppendur eru farnir að tínast í mark. Rannveig Oddsdóttir var að mæta fyrst kvenna í mark í 55 kílómetra vegalengd.

Bræðurnir Þorbergur Ingi Jónsson og Halldór Hermann Jónsson voru fyrstir karla í 55 kílómetra og 28 kílómetra vegalengdum.

Elísabet Margeirsdóttir var fyrst kvenna í mark í 28 kílómetra hlaupinu og í 18 kílómetra hlaupi sigruðu Einar Árni Gíslason og Gígja Björnsdóttir.

Hér að neðan má sjá myndir af Facebook síðu Súlur Vertical af stemningunni í miðbænum og fyrir neðan má sjá Rannveigu koma í mark.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó