Færeyjar 2024

Silvía Rán sú fyrsta frá Íslandi sem spilar í sænsku úrvalsdeildinni

Silvía Rán sú fyrsta frá Íslandi sem spilar í sænsku úrvalsdeildinni

Ak­ur­eyr­ing­ur­inn Sil­vía Rán Björg­vins­dótt­ir, landsliðskona í íshokkí, hefur yfirgefið Skautafélag Akureyrar og skrifað undir samning við lið Göteborg HC í Svíþjóð. Þetta kemur fram á heimasíðu Göte­borg HC.

Göteborg HC er í úrvalsdeildinni í íshokkí í Svíþjóð en deildin er talin ein sú sterkasta í heimi. Systir Silvíu, Diljá Sif Björg­vins­dótt­ir, spilaði áður fyrir Göteborg HC en þá lék liðið í næst efstu deild og Silvía verður því fyrsti Íslendingurinn sem mun spila í úrvalsdeildinni í Svíþjóð.

Á heimasíðu Göte­borg HC kemur fram að fé­lagið hafi fylgst lengi með Silvíu Rán. Henni er lýst sem miklum markaskorara og sagt er að aðdáendur liðsins megi búast við því að hún eigi eftir að valda markvörðum í deildinni áhyggjum. Silvía var til viðtals á heimasíðu liðsins en hún segir að það sé heiður að fá tækifæri til þess að skrifa undir hjá félaginu.

UMMÆLI

Sambíó