Sindri og Kraftbílar gefa VMA verkfæriLjósmynd fengin af vefsíðu VMA

Sindri og Kraftbílar gefa VMA verkfæri

Ari B. Fossdal, sölumaður hjá Johan Rönning/Sindra á Akureyri, Björgvin Víðir Arnþórsson, sölumaður hjá Sindra á Akureyri, og Arnþór Örlygsson frá Kraftbílum í Hörgársveit, afhentu námsbraut í bifvélavirkjun við Verkmenntaskólann á Akureyri verkfæri í öllum regnbogans litum að gjöf fyrir hönd Sindra og Kraftbíla. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu skólans.

Ásgeir V. Bragason, kennari í bifvélavirkjun, segir að skólann hafi skort mjög verkfæri til þess að geta kennt verklega kennslu þrettán nemenda, sem nú stunda nám í bifvélavirkjun og því sé þessi gjöf þessara tveggja fyrirtækja eins og himnasending. Hann segist nánast vera orðlaus yfir þessum rausnarskap því þegar hann leitaði eftir stuðningi þessara fyrirtækja við námsbrautina hafi hann mögulega getað búist við að þau gætu séð sér fært að styðja hana um tíu prósent af því sem síðan hafi verið raunin. Þetta sé því ótrúlega kærkomin gjöf og hann eigi vart orð til þess að þakka fyrirtækjunum tveimur fyrir stuðninginn. Ásgeir sagði að hann og nemendur hans hefðu sett óskalista á blað og það megi í raun segja að hann hafi nú verið uppfylltur. 

Tilkynninguna í heild sinni og fleiri myndir frá afhendingunni er hægt að skoða með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó