Sindri Snær Konráðsson sigraði Sturtuhausinn 2017

Sindri Snær Konráðsson sigraði Sturtuhausinn 2017. Mynd: VMA.is

Sindri Snær Konráðsson sigraði Sturtuhausinn – söngkeppni VMA – í Hofi í gærkvöld. Hann söng lag Radiohead, Exit Music, til sigurs. Í öðru sæti varð Sunna Þórðardóttir með lag Jordin Sparks, I who have nothing, og í því þriðja varð Kristín Tómasdóttir með frumsamda lagið sitt, My Simphony.

Flutt voru nítján söngatriði af tuttugu flytjendum, í átján atriðum spreyttu söngvararnir sig á áður útgefnum lögum, íslenskum og erlendum, en eina frumsamda lag kvöldsins flutti Kristín Tómasdóttir, sem fyrr sagði.

Dómnefndinni, sem var skipuð þremur söngvurum, Valdimar Guðmundssyni, Pálma Gunnarssyni og Margréti Árnadóttur, var vandi á höndum því mörg atriði gerðu tilkall til verðlaunasæta.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó