Færeyjar 2024

SinfoníaNord valið áhersluverkefni sóknaráætlunar Eyþings

Verkefnið SinfoniaNord – þjónusta og upptaka á sinfónískri tónlist í Hofi, var valið eitt af áhersluverkefnum sóknaráætlunar Eyþings 2018 og hlaut jafnframt hæsta styrkinn.

Við sem störfum hjá Menningarfélagi Akureyrar erum alveg í skýjunum yfir þessum fréttum“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson forsvarsmaður verkefnisins.

Menningarfélag Akureyrar hefur hafið nýja starfsemi í Hofi, sem snýst um upptökur á kvikmyndatónlist og sinfóníska þjónustu við viðburðarhaldara, tónskáld og upptökustjóra. Starfssemin hefur farið vel af stað frá byrjun árs 2015 því nú þegar hefur hljómsveitin leikið inn á 10 kvikmyndir. Þeirra á meðal er hin íslenska/belgíska teiknimynd „Lói þú flýgur aldrei einn“ með tónlist Atla Örvarssonar og hin vinsæla sjónvarpssería „The VIKINGS“ með tónlist Emmy verðlaunahafans Trevor Morris svo eitthvað sé nefnt.

„Þessi styrkur og velvilji Eyþings gagnvart verkefninu veitir okkur aukinn slagkraft í starfsemina, sem gerir okkur kleift að markaðssetja okkur fyrir framtíðar viðskiptavinum í þessum ört vaxandi iðnaði kvikmyndatónlistarinnar “ segir Þorvaldur .

Menningarfélag Akureyrar hlaut jafnframt, ásamt Atla Örvarssyni tónskáldi og nánum samstarfsmanni félagsins, nýsköpunarverð Akureyrar 2017 fyrir verkefnið

Sambíó

UMMÆLI