Sinubruni við Krossanesborgir

Becromal við Krossanes

Um þrjúleytið í dag, 8. maí varð sinubruni á um hálfs hektara svæði í Krossanesborgum. Slökkviliði bæjarins barst tilkynning frá vegfaranda um þrjúleytið. Lítur allt út fyrir að um íkveikju hafi verið að ræða.

„Miðað við vindátt og þurrk sem hef­ur verið und­an­farið brugðumst við hratt við. Við fór­um all­ir og kölluðum meira að segja inn fjóra til viðbót­ar,“ seg­ir Sig­urður Sæ­munds­son, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á Ak­ur­eyri, í sam­tali við mbl.is.

Það gekk ágætlega að slökkva eldin með svökölluðum nornakústum áður en vatn var notað til að koma í veg fyrir að eldurinn tæki sig upp aftur. Mikill þurrkur er á þessu svæði þessa dagana. Þetta er þriðja útkall slökkviliðsins í vor. Eins og greint var frá á Kaffid.is varð sinubruni í Síðuhverfi í lok apríl. Að þessu sinni var mannabyggð ekki í hættu en sinubruni sem þessi getur haft slæm áhrif á lífríki og náttúru.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó