Færeyjar 2024

Sinueldur kviknaði í Eyjafirði

Sinueldur kviknaði í Eyjafirði

Slökkviliðið á Akureyri var kallað út vegna sinuelds sem kviknaði í Eyjafirði, við laugaland, á sjötta tímanum í dag. Um hálftíma tók að ráða niðurlögum eldsins. Þetta kemur fram á vef mbl.is í kvöld.

Þar er haft eftir Friðriki Jónssyni, varðsstjóra á vakt hjá Slökkviliði Akureyrar, að eldurinn hafi breitt töluvert úr sér og að veðurskilyrði hafi verið vel til þess fallin.

„Það er vind­ur og allt mjög þurrt. Við send­um dælu­bíl á staðinn sem tókst að slökkva þenn­an eld til­tölu­lega auðveld­lega,“ sagði Friðrik í samtali við mbl.is.

UMMÆLI