Prenthaus

Sirkussýning og sirkusnámskeið á Dalvík, Akureyri og Ásbyrgi

Sirkussýning og sirkusnámskeið á Dalvík, Akureyri og Ásbyrgi

Sirkussýningin Allra veðra von ferðast um Norðurland í júlí og boðið verður upp á námskeið fyrir börn á Akureyri og Dalvík í mánuðinum. Sýningin var sýnd í Tjarnarbíói í vor og hlaut góðar viðtökur áhorfenda á öllum aldri. Allra veðra von hlaut á dögunum Grímuverðlaunin fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins 2021. Allra Veðra Von verður á Dalvík og Akureyri dagana 22. til 24. júlí og í Ásbyrgi 25. júlí. Skráning og nánari upplýsingar á sirkusnámskeiðin má finna á tix.is

Sýningin er unnin í samstarfi við leikhópinn Miðnætti sem sér um leikstjórn, tónlist, búninga og leikmynd. Miðnætti hefur meðal annars gefið okkur sögurnar um tröllastrákinn Þorra og álfastelpuna Þuru. Sýningin hefur fengið mjög góðar viðtökur áhorfanda á öllum aldri, fullorðnum, unglingum og börnum. Sýningin er hress og skemmtileg sirkussýning sem fjallar um veðrið á nýstárlegan hátt. Geggjuð sirkusatriði, frumsamin tónlist og stólpagrín að íslenskri veður-áráttu byggju upp þessa sirkussýningu sem allir geta notið og haft gaman af. Sýningin er sýnd úti og er því áhugaverð blanda af útiveru og menningarupplifun.

Sýningin byggir á tungumáli sirkuslistanna, myndrænu og hrífandi formi sem nær til áhorfanda á breiðum aldri, gjarnan óháð tungumáli. Akróbatík, áhætta, grín og glens, ljóðrænar myndir og loftfimleikar flétta saman sögur af mönnum og veðri. 

Gera má ráð fyrir að hið íslenska ófyrirsjáanlega veðurfar hafi töluverð áhrif á sýninguna en lagt er upp með að sýna í—svo gott sem—hvaða veðri sem er. Til þess er leikurinn er gerður! Sýningarferðin um landið er unnin í samstarfi við menningarstofnanir, sveitarfélög og landshlutasamtök. 

Mikil gróska er í sirkusstarfi á Íslandi með vaxandi hópi atvinnusirkuslistafólks á landinu. Um þessar mundir er Hringleikur að taka í gagnið húsnæði fyrir sirkuslistir í samstarfi við Hjólakraft, sumarnámskeið Æskusirkusins hófust í júní og Hringleikur er þátttakandi í stórum alþjóðlegum samstarfsverkefnum á sviði sirkuslista. Sirkuslistahópurinn Hringleikur var stofnaður árið 2018 af hópi sirkusfólks með það markmið að styrkja sirkusmenningu á Íslandi og kynna Íslendinga fyrir fjölbreyttum möguleikum sirkuslistarinnar.

Leikhópur: Bryndís Torfadóttir, Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Meyvant Kvaran og Thomas Burke

Höfundar: Bryndís Torfadóttir, Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Meyvant Kvaran, Thomas Burke og Nick Candy

Leikstjórn: Agnes Wild

Búninga- og sviðsmyndahöfundur: Eva Björg Harðardóttir

Tónlistarstjórn: Sigrún Harðardóttir

Ljósahönnun: Friðþjófur Þorsteinsson

Framleiðsla: Karna Sigurðardóttir & Eyrún Ævarsdóttir

Menningarhúsið Berg, Akureyrarbær og Vatnajökulsþjóðgarður eru samstarfsaðilar í verkefninu og það var styrkt af sóknaráætlun Norðurlands eystra.

Þessi færsla er kostuð. Smelltu hér til þess að kynna þér auglýsingatilboð á Kaffið.is

Allra veðra von verður á Dalvík og Akureyri dagana 23. og 24. júlí og í Ásbyrgi 25. júlí. Námskeiðin verða auk þess á Dalvík og Akureyri 22.-23. júlí, en miðasölu, skráningu og nánari upplýsingar um alla viðburðina má finna á tix.is

ALLRA VEÐRA VON

18. júní – Akranes

19. júní – Varmaland

20. júní – Náttúrusýning á Reykjanesi

21. júní – Eyrarbakki

22. júní – Vogar

6. júlí – Reykjanesbær

8. júlí – Hólmavík

9. júlí – Patreksfjörður

10. júlí – Stykkishólmur

11. júlí – Náttúrusýning á Snæfellsnesi

23. júlí – Dalvík

24. júlí – Akureyri

25. júlí – Náttúrusýning í Ásbyrgi

29. júlí – Vopnafjörður

31. júlí – Neskaupstaður

1. ágúst – Náttúrusýning í Loðmundarfirði

3. ágúst – Egilsstaðir

4. ágúst – Fáskrúðsfjörður

5. ágúst – Djúpivogur

6. ágúst – Höfn

SIRKUSNÁMSKEIÐ HRINGLEIKS

22. – 23. júní í Grindavík (8-13 ára)

22. – 23. júní í Reykjanesbæ (8-13 ára)

7. – 8. júlí í Hólmavík (8-16 ára)

12.-13. júlí í Frystiklefanum á Rifi (8-16 ára)

22.- 23. júlí á Dalvík (8-16 ára)

22.- 23. júlí á Akureyri (8-13 ára)

30. – 31. júlí í Fellabæ (8-16 ára)

30. – 31. júlí í Neskaupstað (8-16 ára)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó